Gamli Staðarskálaandinn fylgir

Ekki var annað að sjá en að bæði starfsfólk og …
Ekki var annað að sjá en að bæði starfsfólk og viðskiptavinir Staðarskála tækju flutningunum vel. mbl.is

Mikið var að gera í Staðarskála fyrsta dag­inn í nýja sölu­skál­an­um. Iðnaðar­menn voru að vinna við frá­gang húss og lóðar og gaml­ir viðskipta­vin­ir litu inn til að sjá hvort gamli Staðarskála­and­inn hefði ekki ör­ugg­lega komið með vest­ur yfir ána. Starfs­fólkið vildi gera sitt til að fólkið upp­lifði breyt­ing­una þannig.


Nýr veg­ur um Hrúta­fjarðar­botn var opnaður fyrr í vik­unni og beint í kjöl­far þess var nýr Staðarskáli opnaður. Hann kem­ur í stað skál­anna á Stað og Brú, Brú­ar­skáli hef­ur verið rif­inn en Staðarskáli flutt­ist úr al­fara­leið með breyt­ing­um á veg­in­um. „Við von­umst til að enn fleiri komi við hjá okk­ur. Við get­um sinnt viðskipta­vin­un­um bet­ur í þess­ari nýju aðstöðu,“ seg­ir Krist­inn Guðmunds­son, stöðvar­stjóri hjá N1 í Staðarskála.


Fram­andi rétt­ir með kjötsúp­unni
Staðarskáli hef­ur lengi verið einn af helstu viðkomu­stöðum ferðafólks á leiðinni milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar. Þar hef­ur veit­ingastaður­inn verið í aðal­hlut­verki en einnig bens­ínafgreiðsla og sjoppa. Lögð hef­ur verið áhersla á ís­lensk­an heim­il­is­mat. Krist­inn seg­ir að haldið verði í þessa hefð en mögu­leik­arn­ir sem skap­ast með stækk­un veit­ingastaðar­ins verði nýtt­ir , meðal ann­ars til að bjóða upp á nýja og fram­andi rétti með kjötsúp­unni og ástarpung­un­um sem verið hafa með vin­sæl­ustu rétt­un­um í Staðarskála.


„Þetta er er­ill og mik­il vinna. En vinn­an er skemmti­leg, maður hitt­ir margt fólk og kynn­ist skemmti­leg­um per­sónu­leik­um,“ seg­ir Krist­inn.

Ak­ur­eyr­ar­rút­an kem­ur við í Staðarskála og marg­ir vöru­flutn­inga­bíl­stjór­ar, auk veg­far­enda á eig­in bíl­um. Vöru­bíl­stjór­arn­ir sýndu hug sinn til staðar­ins þegar þeir þeyttu flaut­ur bíla sinna fram­an við Staðarskála til að kveðja gamla skál­ann.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka