Jóhann er toppmaður

Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri Suðurnesja er toppmaður, segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hann segist ósáttur við uppsögn Jóhanns en skilur vel að hann geti ekki setið undir ágreiningi við dómsmálaráðherra.

Árni Sigfússon segir að bæjaryfirvöld hafi átt afar gott samstarf við Jóhann um löggæslumál og það sé eftirsjá að honum.

Árni Sigfússon segist hinsvegar hafa viljað Jóhann sækti um starfið aftur og ef skýring ráðherra væri rétt væri einungis um skipulagsbreytingar að ræða. Hann segir hinsvegar að ef það verði almenn venja að auglýsa eigi störf stjórnenda  hjá ríkinu á fimm ára fresti þurfi margir þeirra að fara að hugsa sér til hreyfings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka