Koppabransinn riðar til falls

Hjólkoppabransinn riðar til falls eftir að álfelgurnar komu til sögunnar. Þetta hefur nærri hálfrar aldar gamalt fyrirtæki Valda koppasala fengið að reyna en þar sést varla viðskiptavinur lengur.

Sjálfur hefur eigandinn neyðst til að feta í fótspor þeirra sem safna flöskum og áldósum og sést stundum meðfram Suðurlandsvegi í þeim erindagjörðum.

Þorvaldur Norðdahl eða Valdi koppasali er fimmtíu og sex ára í dag. Koppasala  Valda sem er í Hólmi rétt utan við bæjarmörk Reykjavíkur, er samt sem áður opin og sjálfur ætlar hann ekki að gera neitt í tilefni af afmælinu. Enda segir hann að þetta sé ekki stórafmæli og það sé dýrt að gera sér dagamun.

Valdi segist eiga allt að því milljón hjólkoppa en sumir þeirra eru nauðaómerkilegir plastkoppar, segir hann sjálfur og hafa enga sál. Aðrir eru gulls ígildi, eðal ryðfríir stálkoppar af amerískum drossíum og hreinir safngripir. Valdi meðhöndlar slíka dýrgripi varlega og af lotningu. Hann óttast að það þurfi að setja allt í bræðslu vegna breyttra tíma en hjólkoppunum hefur hann flestum safnað með eigin höndum meðfram vegum landsins. Hann segir slíka söfnun varla svara kostnaði lengur. Ekki bara vegna minni eftirspurnar heldur líka hækkandi bensínverðs og það breytist seint. Fjármálaráðherrann sé þverhaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert