Mulið undir Ríkislögreglustjóra

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu er komin eitthundrað og fimmtíu milljónir fram úr fjárlögum. Fyrirsjáanlegt er að segja þurfi upp tíu til fimmtán lögreglumönnum. Atli Gíslason þingmaður VG og fulltrúi í Allsherjarnefnd fullyrti þetta á fundi nefndarinnar í dag. Hann ætlar að fara fram á að lögreglustjórar verði kallaðir fyrir nefndina til að ræða þá alvarlegu stöðu sem löggæslan sé komin í víða um land.

Hann segist hafa heyrt að lögreglan geti ekki sinnt öllum útköllum og þurfi að forgangsraða eftir alvarleika mála og láta sum liggja. Þá geti fækkun lögreglumanna á vettvangi stefnt öryggi þeirra í hættu.

Hann segir að fundur lögreglumanna í Keflavík í gær hafi í raun verið vantraust á dómsmálaráðherra. Sýnt hafi verið fram á með málefnalegum hætti að verkefni lögreglunnar hafi stóraukist án þess að aukið fé komi til.  Atli Gíslason segist setja spurningamerki við sextíu sérsveitarmenn undir ríkislögreglustjóra þegar ástandið í almennri löggæslu sé svona. Það sé mulið undir Ríkislögreglustjórann en almenn löggæsla sé svelt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert