Nóg af heitu vatni í Hveravík

„Þetta er miklu meira en við bjuggumst við,“ segir Magnús Hans Magnússon, annar eigenda Hveraorku ehf., en fyrirtækið hefur staðið fyrir borun til að ná upp heitu vatni í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. „Við höfum verið að bora þarna undanfarnar vikur með hléum og það er búið að bora niður á 312,5 metra dýpi. Við vitum að holan gefur í það minnsta 40–50 lítra á sekúndu af heitu vatni. Vatnið er núna komið í um 76° en búið er að dæla miklu magni af köldu vatni niður í holuna þannig að hún á eftir að hitna heilmikið.“

Magnús segir draum sinn og Gunnars Jóhannssonar, hins eiganda Hveraorku, vera að koma hitaveitu til Hólmavíkur. „En við erum ekki farnir að ræða við neina forsvarsmenn, til dæmis Strandabyggðar. Við fengum verkfræðistofu til að spá fyrir okkur í vatnsþörf Hólmavíkur og hún er áætluð 15 lítrar á sekúndu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka