Nóg af heitu vatni í Hveravík

„Þetta er miklu meira en við bjugg­umst við,“ seg­ir Magnús Hans Magnús­son, ann­ar eig­enda Hvera­orku ehf., en fyr­ir­tækið hef­ur staðið fyr­ir bor­un til að ná upp heitu vatni í Hvera­vík við norðan­verðan Stein­gríms­fjörð. „Við höf­um verið að bora þarna und­an­farn­ar vik­ur með hlé­um og það er búið að bora niður á 312,5 metra dýpi. Við vit­um að hol­an gef­ur í það minnsta 40–50 lítra á sek­úndu af heitu vatni. Vatnið er núna komið í um 76° en búið er að dæla miklu magni af köldu vatni niður í hol­una þannig að hún á eft­ir að hitna heil­mikið.“

Magnús seg­ir draum sinn og Gunn­ars Jó­hanns­son­ar, hins eig­anda Hvera­orku, vera að koma hita­veitu til Hólma­vík­ur. „En við erum ekki farn­ir að ræða við neina for­svars­menn, til dæm­is Stranda­byggðar. Við feng­um verk­fræðistofu til að spá fyr­ir okk­ur í vatnsþörf Hólma­vík­ur og hún er áætluð 15 lítr­ar á sek­úndu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka