Öryggislending í Glasgow

Boeing 757-200 vél Icelandair
Boeing 757-200 vél Icelandair mbl.is/Víkurfréttir

Guðjón Arn­gríms­son upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir sagði að um borð í flug­vél­inni hafi verið 174 farþegar. Mæli­tæki hafi sýnt að titr­ing­ur væri í öðrum hreyfl­in­um. Þess vegna hafi verið slökkt á hon­um og lent í Glasgow. Ekki er enn ljóst hvort tekst að laga bil­un­ina eða hvort fá þarf aðra flug­vél til að flytja farþeg­ana á áfangastað.

Guðjón sagði að verið væri að skoða flug­vél­ina og að farþeg­arn­ir bíði átekta í flug­stöðinni í Glasgow. 

Þota Icelanda­ir sem var á leið til Amster­dam í Hollandi í morg­un þurfti að ör­ygg­is­lenda í Glasgow í Skotlandi fyr­ir skömmu vegna vél­ar­bil­un­ar.
Lend­ing­in tókst vel og halda farþeg­arn­ir fyrst kyrru fyr­ir um borð í flug­vél­inni.

Farþegi um borð í flug­vél­inni sagði í sam­tali við mbl.is að flug­vél­in hafi átt eft­ir um klukku­stund­ar langt flug á áfangastað þegar flug­stjór­inn til­kynnti að slokknað hefði á öðrum hreyfl­in­um. Því þyrfti að nauðlenda í Glasgow í Skotlandi. Um hálf­tíma síðar lenti flug­vél­in í Glasgow. Að sögn farþeg­ans mátti greina óró­leika um borð í full­set­inni flug­vél­inni, en flest­ir héldu ró sinni og vonuðu hið besta.

Farþeg­arn­ir fundu enga breyt­ingu á flugi flug­vél­ar­inn­ar. Lend­ing­in tókst mjög vel og ef ekki hefðu staðið slökkvi­bíl­ar við flug­braut­ina hefði hún verið „ósköp eðli­leg“ að sögn farþeg­ans. Farþeg­arn­ir höfðu verið bún­ir und­ir það að sjá slökkvíbíl­ana við flug­braut­ina og sagt að nær­vera þeirra væri venja við þess­ar aðstæður.

Um kl. 11.00 var beðið var eft­ir flug­virkja til að at­huga hvað fór úr­skeiðis í hreyfl­in­um. Að sögn farþeg­ans lék grun­ur á að skynj­ari hafi bilað. Reyn­ist það rétt verði skipt um skynj­ar­ann og för­inni haldið áfram til Amster­dam. Fá­ein­ir farþegar munu hafa ákveðið að fara frá borði í Glasgow.

Farþeg­inn sagði að þau sem sitja um borð hafi fengu grein­argóðar upp­lýs­ing­ar frá flug­stjór­an­um og áhöfn­inni um gang mála. Búið var að opna dyrn­ar á flug­vél­inni þar sem hún stóð á flug­vell­in­um svo skoskt loft streymdi um far­rýmið og amaði ekk­ert að farþeg­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert