Össur: Áhugaverð hugmynd

Össur Skarphéðinsson telur tillögu um að selja virkjanir áhugaverða.
Össur Skarphéðinsson telur tillögu um að selja virkjanir áhugaverða. mbl.is/Dagur

„Hugmynd er mjög áhugaverð,“ segir Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, um tillögu Helga Hjörvar, alþingismanns Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblaðinu í gær þess efnis að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir ríkisins. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng.

Össur Skarphéðinsson segir að öllu máli skipti að orkulindirnar sjálfar verði ekki seldar og það sé tryggt með nýju orkulögunum. „Þetta er möguleiki, sem ég myndi skoða mjög nákvæmlega, ef tillögur kæmu upp um það,“ segir iðnaðarráðherra og bætir við að málið hafi ekki verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar.

Kristján þór Júlíusson segir að sjálfsagt sé að skoða þessar hugmyndir um sölu frá öllum hliðum. Þetta hljómi ágætlega við það sem komið hafi fram í umræðunni hjá forsætisráðherra og Pétri Blöndal á Alþingi. Hins vegar hafi hann fyrirvara á auðlindasjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert