Sátt náðist í Pix-myndamálinu

Neikvæð samningagerð tíðkast ekki lengur hjá Pix-myndum.
Neikvæð samningagerð tíðkast ekki lengur hjá Pix-myndum. mbl.is/Ásdís

„Það náðist sátt í þessu máli í apríl síðast liðnum," sagði Guðmund­ur Svans­son eig­andi Pix-mynda er mbl.is spurði hann út í deilu hans við tals­mann neyt­enda og for­ráðamanna skóla­barna vegna svo kallaðrar nei­kvæðrar samn­ings­gerðar.

„Ég er bú­inn að breyta kerf­inu hjá mér núna," sagði Guðmund­ur sem sagðist hafa not­ast við sænskt kerfi í fyrstu þar sem fólk var beðið um að merkja í reit á eyðublaði ef það vildi láta taka mynd af barni sínu í skól­an­um og ef það var gert fékk fólk mynd­irn­ar send­ar og fékk 10 daga um­hugs­un­ar­frest. 

„Ef fólk vildi síðan ekki mynd­irn­ar átti það að setja þær í næsta póst­kassa og senda til baka sér að kostnaðarlausu en ef það var ekki gert þá var sjálf­krafa send­ur greiðslu­seðill til þeirra," sagði Guðmund­ur.

 Guðmund­ur sem býr í Svíþjóð og stund­ar skóla­mynda­tök­ur í báðum lönd­un­um seg­ir að kerfið virki mjög vel þar í landi en að nú sé hann bú­inn að breyta fyr­ir­komu­lag­inu á mynda­söl­unni á Íslandi og að nú versli for­eldr­ar mynd­irn­ar með greiðslu­korti í gegn­um netið.

„Það hef­ur verið þannig núna í tæp­an mánuð, það er ekki kom­in reynsla á nýja kerfið en það hef­ur verið mik­il um­ferð á net­síðunni," sagði Guðmund­ur.

Hann bætti því við að hann hefði látið Reykja­vík­ur­borg í té mynd­ir af öll­um börn­um í þeim skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu sem hann hef­ur myndað í til að nota í nýju tölvu­kerfi sem tekið hef­ur verið upp í skóla­mötu­neyt­un­um og seg­ir hann að það sam­starf hafi gef­ist vel.

Talsmaður neyt­enda fjall­ar um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert