"Sem betur fer fór maður ekki til bankanna"

Þorkell Kristinsson.
Þorkell Kristinsson. mbl.is/Sigurður Elvar

„Þetta er náttúrulega fáránlegt. Ég held að það finnist öllum sem þurfa að borga þetta, allavega,“ segir Þorkell Kristinsson en hann tók 12,9 milljóna lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2005. Það ber 4,15% vexti og er til 40 ára en hefur síðan hækkað í 16,1 milljón.

Afborganir af láninu hafa á sama tíma hækkað úr 56 þúsundum í 71 þúsund á mánuði.

„Sem betur fer fór maður ekki til bankanna. Vextirnir á þessu láni eru fastir út lánstímann,“ segir hann og bætir við: „Þetta er eina lánið sem maður er með en finnst það nóg samt.“

5 milljónir á 2,5 árum

„Ég tók lán í mars 2006 upp á 22,8 milljónir í Landsbankanum og vextirnir voru 4,45%. Núna er lánið komið upp í 27,7 milljónir og afborganirnar hafa hækkað úr 105 þúsundum í 125,“ segir hann.

Lánið er með fimm ára endurskoðunarákvæði en fyrstu lánin með slíku ákvæði verða endurskoðuð á næsta ári. „Lánið verður ekki endurskoðað fyrr en 2011 sem betur fer. En það er sama, þetta er ótrúleg hækkun, fimm milljónir á 30 mánuðum. Það er ótrúlegt að borga 125 þúsund krónur í hverjum mánuði en lánið hækkar samt um 170 þúsund á mánuði.“

Sigtúnshópurinn

„Vorið 1983 var launavísitalan tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan var látin halda sér þannig að lánin ruku upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað svo fólk gat ekki staðið í skilum. Auk þess varð lánabyrðin meiri en verðmæti eignanna þannig að fólk lenti í miklum hremmingum,“ segir Ögmundur.

Hann segir sömu hættumerki á lofti nú og þá. Lausnina segir hann felast í að draga úr verðbólgunni, og kjarajöfnun.

Verðbólgan lykilatriði

Hann viðurkennir þó að staðan sé mörgum erfið, sérstaklega þeim sem keyptu íbúðir á 90-100% lánum.

„Ég hef áður sagt að það var rangt að bjóða upp á þau í tíð síðustu ríkisstjórnar.“

Þekkir þú til?

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert