Staðarskáli á nýjum stað

 Einn þekkt­asti sölu­skál­inn við hring­veg­inn, Staðarskáli í Hrútaf­irði, opn­ar í dag í nýju húsi við nýja veg­inn í Hrúta­fjarðar­botni.

Vega­gerðin hef­ur hleypt um­ferðinni á nýj­an veg um Hrúta­fjörð. Við það hvarf brú­in á Síká af hring­veg­in­um en hún var síðasta ein­breiða brú­in á hring­veg­in­um milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar. Gamli Brú­ar­skál­inn var rif­inn og Staðarskáli fer aðeins úr þjóðleið. N1 sem á rekst­ur­inn lét byggja nýj­an Staðarskála við hring­veg­inn, skammt vest­an Hrúta­fjarðarár, við ný vega­mót Djúp­veg­ar.

Starf­semi Staðarskála verður með svipuðu sniði í nýju hús­næði, að sögn Krist­ins Guðmunds­son­ar stöðvar­stjóra, versl­un, veit­ingastaður og bens­ínafgreiðsla. Skál­inn opn­ar klukk­an átta að morgni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert