Staðarskáli á nýjum stað

 Einn þekktasti söluskálinn við hringveginn, Staðarskáli í Hrútafirði, opnar í dag í nýju húsi við nýja veginn í Hrútafjarðarbotni.

Vegagerðin hefur hleypt umferðinni á nýjan veg um Hrútafjörð. Við það hvarf brúin á Síká af hringveginum en hún var síðasta einbreiða brúin á hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gamli Brúarskálinn var rifinn og Staðarskáli fer aðeins úr þjóðleið. N1 sem á reksturinn lét byggja nýjan Staðarskála við hringveginn, skammt vestan Hrútafjarðarár, við ný vegamót Djúpvegar.

Starfsemi Staðarskála verður með svipuðu sniði í nýju húsnæði, að sögn Kristins Guðmundssonar stöðvarstjóra, verslun, veitingastaður og bensínafgreiðsla. Skálinn opnar klukkan átta að morgni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka