Vélinni flogið tómri heim

Boeing 757-200
Boeing 757-200 mbl.is/Icelandair

Þotu Icelandair sem var öryggislent í Glasgow fyrr í dag verður flogið tómri  til Íslands þar sem hún verður rannsökuð nánar, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Alls voru 174 farþegar um borð í vélinni sem var á leið til Amsterdam þegar mælitæki sýndu að titringur væri í öðrum hreyfli hennar. Var vélinni því lent til öryggis í Glasgow í Skotlandi.

Guðjón segir að farþegum vélarinnar verði flogið til Amsterdam eða á þá áfangastaði sem þeir voru á leið til, með öðrum flugfélögum. Þeir sem bíða eftir flugi til Íslands frá Amsterdam í Hollandi verður flogið með öðrum flugfélögum, hvort heldur sem þeir eru á leið til Norður-Ameríku eða til Íslands, þá annað hvort í gegnum London eða Kaupmannahöfn.

Segist Guðjón vonast til þess að hægt verði að koma öllum farþegunum á sína áfangastaði í dag.

Farþegar í þotunni sem mbl.is ræddi við í morgun sögðu að lendingin hafi gengið vel en flugvélin átti eftir um klukkustundar langt flug á áfangastað þegar flugstjórinn tilkynnti að slokknað hefði á öðrum hreyflinum. Um hálftíma síðar lenti flugvélin í Glasgow. Að sögn farþegans mátti greina óróleika um borð í fullsetinni flugvélinni, en flestir héldu ró sinni og vonuðu hið besta.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka