Vélinni flogið tómri heim

Boeing 757-200
Boeing 757-200 mbl.is/Icelandair

Þotu Icelanda­ir sem var ör­ygg­is­lent í Glasgow fyrr í dag verður flogið tómri  til Íslands þar sem hún verður rann­sökuð nán­ar, að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir. Alls voru 174 farþegar um borð í vél­inni sem var á leið til Amster­dam þegar mæli­tæki sýndu að titr­ing­ur væri í öðrum hreyfli henn­ar. Var vél­inni því lent til ör­ygg­is í Glasgow í Skotlandi.

Guðjón seg­ir að farþegum vél­ar­inn­ar verði flogið til Amster­dam eða á þá áfangastaði sem þeir voru á leið til, með öðrum flug­fé­lög­um. Þeir sem bíða eft­ir flugi til Íslands frá Amster­dam í Hollandi verður flogið með öðrum flug­fé­lög­um, hvort held­ur sem þeir eru á leið til Norður-Am­er­íku eða til Íslands, þá annað hvort í gegn­um London eða Kaup­manna­höfn.

Seg­ist Guðjón von­ast til þess að hægt verði að koma öll­um farþeg­un­um á sína áfangastaði í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert