1,4 kíló af sælgæti

Hver fjögurra manna fjölskylda innbyrti að meðaltali 1,4 kíló af sælgæti á viku árið 2000 og drakk 8 lítra af gosdrykkjum og 11 lítra af mjólk. Breytingin á neyslu jafnstórrar fjölskyldu frá árinu 1900 er gríðarleg en þá innihélt matarkarfan yfir vikuna m.a. 6,8 kg af skyri, 6 kg af rúgbrauði, 700 grömm af smjöri og 400 grömm af kandís.

Þetta er meðal þess sem má sjá og fræðast um á sýningunni Reykvíska eldhúsið – matur og menning í 100 ár, sem opnuð verður í gamla Fógetanum að Aðalstræti 10 í dag. Myndum af þessum tveimur matarkörfum verður stillt upp en vikuneysla hverrar fjölskyldu um síðustu aldamót nam nærri 45 kílóum.

Að sýningunni stendur félagið Matur–saga–menning og framkvæmdastjóri hennar er Sólveig Ólafsdóttir. Hún segir muninn á matarkörfunum vera sláandi og fyrir utan aukið sælgætis- og sykurát sé ótrúlegt að sjá allar umbúðirnar sem fylgja matvörum nútímans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert