Tveim flatskjám, tóbaki og áfengi stolið

Brotist var inn í fimm sumarbústaði í Grímsnesi.
Brotist var inn í fimm sumarbústaði í Grímsnesi. mbl.is/Þorkell

Brot­ist var inn í fimm sum­ar­bú­staði í landi Hall­kels­hóla í Gríms­nesi og stolið ýms­um verðmæt­um. Meðal ann­ars var stolið tveim­ur flat­skjám, tób­aki og áfengi.

Sum­ar­bú­staðaeig­andi upp­götvaði inn­brot í bú­stað sinn í gær. Við nán­ari at­hug­un kom í ljós að brot­ist hafði verið inn í fimm bú­staði. Í ein­um þeirra fannst kúbein sem talið er að hafi verið notað við inn­brot­in.

Talið er að inn­brot­in hafi verið fram­in frá því um síðustu helgi. Málið er í rann­sókn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert