Erfitt að halda í þyrlurnar

mbl.is/HAG

„Við erum með tiltölulega góða samninga um þyrluleigu, sem líklegt er að leigusalar vilji gjarnan rifta til að endurleigja öðrum á hærra verði. Ef við borgum ekki á gjalddaga má búast við að hingað komi menn í jakkafötum og einfaldlega sæki viðkomandi vél,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sem á eina af þremur til fjórum björgunarþyrlum sem hún hefur til umráða. Miklar gengisbreytingar hafa reynst Landhelgisgæslunni þungur baggi.

„Þyrluleiga er líklega einn harðasti bisness sem til er. Eftir að harðna tók á dalnum hvað varðar olíuverð fóru menn að leita að olíu á ólíklegustu stöðum út um allan heim. Eftirspurnin eftir þyrlum, sem var ærin fyrir svo sem vegna Íraksstríðsins, margfaldaðist. Fyrirframgreiðsla er nánast það sem gildir í þessum bransa.“

Georg býst við að Landhelgisgæslan muni þurfa að leigja þyrlur í nokkur ár til viðbótar eða þar til hún eignast sínar eigin þyrlur. „Dómsmálaráðherra hefur gert samstarfssamning við dómsmálaráðherra Noregs um sameiginlegt útboð vegna kaupa á björgunarþyrlum. Það ferli felur í sér að hingað verði komnar nýjar björgunarþyrlur á næstu árum.“

Samningurinn sem Georg vísar til felur í sér að þyrlurnar komi hingað á árunum 2012 til 2015.

Gengisbreytingar erfiðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert