Fólk staðið að hnupli

Nokkuð var um það í dag að fólk ætlaði að fá sér vör­ur í versl­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu án þess að greiða fyr­ir þær, en þeim varð ekki káp­an úr því klæðinu.

Kona á sex­tugs­aldri var staðin að hnupli í mat­vöru­versl­un á Seltjarn­ar­nesi í dag og og önn­ur á þrítugs­aldri í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Tví­tug stúlka var grip­in í Kringl­unni, þegar hún ætlaði að yf­ir­gefa versl­un þar án þess að greiða fyr­ir fatnað, sem hún hafði tekið. Loks var karl á sex­tugs­aldri staðinn að verki í ónefndri versl­un á höfuðborg­ar­svæðinu, en maður­inn ætlaði að stela kyn­lífs­hjálp­ar­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert