Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Þeir ræddu um alþjóðleg viðbrögð við afleiðingum loftlagsbreytinga, framlag Íslands á vettvangi SÞ og framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Ban ki-Moon þáði boð forsætisráðherra um að heimsækja Ísland þegar tækifæri gæfist.