Haustrall Hafró að byrja

mbl.is

Stofn­mæl­ing botn­fiska að hausti, svo­nefnt haustr­all, er við það að hefjast, en rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son er rétt í þessu að láta úr Reykja­vík­ur­höfn. Rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son tek­ur einnig þátt í rall­inu frá og með 1. októ­ber, en gert er ráð fyr­ir að það standi út októ­ber.


Kristján Krist­ins­son, leiðang­urs­stjóri á Árna Friðriks­syni, seg­ir að um hefðbundið rall sé að ræða, en togað hef­ur verið á ákveðnum tog­stöðvum hring­inn í kring­um landið á hverju hausti síðan 1996.


Leiðang­ur Kristjáns byrj­ar að toga um 120 míl­ur suðvest­ur af Reykja­nesi og held­ur síðan hring­inn rétt­sæl­is um landið. Togað verður á 219 stöðvum en á 162 stöðvum á Bjarna Sæ­munds­syni.


Mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar er að meta stærð helstu fiski­stofna við landið og verður Árni Friðriks­son meira á djúp­slóð með áherslu á karfa og grá­lúðu.
 Sam­kvæmt niður­stöðunum í fyrra lækkaði heild­ar­vísi­tala þorsks um 20% frá haust­mæl­ing­unni 2006 og hafði þá lækkað um 34% frá 2004. Kristján seg­ir að vissu­lega von­ist leiðang­urs­menn til að stofn­arn­ir séu að bragg­ast en það komi í ljós.


Á hvoru rann­sókna­skipi er einn leiðang­urs­stjóri og sex rann­sókna­menn.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert