Herðubreið verðmetin í evrum

Ritstjórn Herðubreiðar hefur ákveðið að héðan í frá verður blaðið verðlagt í evrum. Nýjasta tölublaðið kostar tíu evrur í lausasölu en átta evrur í áskrift.

Segir í leiðara blaðsins að nú sé ár síðan fyrsta tölublað Herðubreiðar kom út.

„Þetta ár hefur fært okkur heim sanninn um íslenzkt efnahagslíf og það sem forsætisráðherrann kallar „sveigjanleika“ þess. Sá sveigjanleiki lýsir sér þessar vikurnar í viðvarandi gengisfalli, 15 prósenta verðbólgu og 25 prósenta útlánsvöxtum," segir í leiðaranum.

Í blaðinu fjallar Sigurður A. Magnússon um Sigurbjörn Einarsson biskup, á þeim tíma er hann stýrði Þjóðvarnarfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um Evrópusambandið og Jón Knútur Ásmundsson skrifar um Neskaupstað.

-
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert