Ólafur Jóhann: Við feðgar vorum mjög nánir

Ólafur Jóhann Sigurðsson
Ólafur Jóhann Sigurðsson mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Við feðgar vor­um mjög nán­ir, seg­ir Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur og at­hafnamaður í New York, um sam­band sitt við föður sinn, Ólaf Jó­hann Sig­urðsson rit­höf­und sem hefði orðið níræður um þess­ar mund­ir ef hon­um hefði enst ald­ur til.

Ólaf­ur Jó­hann skrif­ar stutt­lega um sam­band sitt við föður sinn í Les­bók Morg­un­blaðsins á morg­un þar sem meðal ann­ars kem­ur fram að hann hafi verið und­ir tals­verðum áhrif­um af föður sín­um sem rit­höf­und­ur. Seg­ist hann meðal ann­ars að faðir sinn hafi lesið yfir fyr­ir hann þegar hann byrjaði að semja: „Það var stund­um eins og að sitja á bekk í há­skóla."

Í Les­bók­inni er einnig birt grein Þóru Sig­ríðar Ing­ólfs­dótt­ur um skáld­skap Ólafs Jó­hanns Sig­urðsson­ar og viðtök­ur en hún tel­ur hann ekki hafa verið met­inn að verðleik­um.

Í til­efni af 90 ára af­mæli Ólafs Jó­hanns Sig­urðsson­ar verður þríleik­ur Ólafs Jó­hanns Sig­urðsson­ar um Pál Jóns­son blaðamann end­urút­gef­inn í tveim­ur bind­um. Fyrsta bindið nefn­ist Páls saga og inni­held­ur skáld­sög­urn­ar Gang­virkið og Seið og hé­log.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert