Veiðimenn veiði ekki meira en tíu rjúpur hver

Rjúpnaveiðitímabilið verður 1.-30 nóvember.
Rjúpnaveiðitímabilið verður 1.-30 nóvember. mbl.is

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra hef­ur ákveðið að fyr­ir­komu­lag rjúpna­veiða í haust verði með óbreyttu sniði frá fyrra ári og standi frá 1. til 30. nóv­em­ber. Veiðar verða heim­ilaðar fimmtu­daga, föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga. Mælst er til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu fugla.

Sölu­bann á rjúp­um og rjúpna­af­urðum verður áfram í gildi. Ákvörðunin bygg­ir á mati Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands á veiðiþoli rjúpna­stofns­ins og mati Um­hverf­is­stofn­un­ar á heild­ar­veiði árið 2007.


Óvænt þróun hef­ur orðið í rjúpna­stofn­in­um að mati Nátt­úru­fræðistofn­un­ar. Fækk­un­ar­skeið er afstaðið eft­ir aðeins tvö ár, kyrrstaða er um landið vest­an­vert en á aust­ari hluta lands er fjölg­un í stofn­in­um. Að mati stofn­un­ar­inn­ar gæt­ir hér hugs­an­lega áhrifa af þeirri miklu sókn­ar­skerðingu sem ákveðin var síðastliðið haust en veiðidög­um var þá fækkað í átján. Einnig er talið að veiðimenn hafi hlýtt hvatn­ingu um að sýna hóf­semi í veiðum.


Í ljósi þessa hef­ur um­hverf­is­ráðherra ákveðið að gera eng­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi veiðanna og verður það því sem hér seg­ir: Veiðidag­ar verða alls átján á tíma­bil­inu 1. til 30. nóv­em­ber. Veiðar verða heim­ilaðar fimmtu­daga, föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga. Sölu­bann gild­ir áfram á rjúpu og rjúpna­af­urðum. Áfram verði friðað fyr­ir veiði á ákveðnu svæði á Suðvest­ur­landi (kort á slóðinni www.um­hverf­isradu­neyti.is/​media/​frett­ir/​kor­tRjupa.JPG) Rjúpna­skytt­ur verða sem fyrr hvatt­ir til að stunda hóf­sam­ar og ábyrg­ar veiðar. Virkt eft­ir­lit verður með veiðunum á landi og úr lofti eft­ir því sem kost­ur er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert