Skóli frábrugðinn öðrum

mbl.is/Valdís Thor

Nem­end­ur hins ný­stofnaða Krika­skóla tóku í gær skóflu­stungu að nýju hús­næði skól­ans með plast­skófl­um sín­um. Skól­inn er frá­brugðinn öðrum að því leyti að í hon­um verður boðið upp á nám fyr­ir 1-9 ára göm­ul börn. Skól­inn hef­ur nýhafið fyrsta starfs­ár sitt og eru nú 45 nem­end­ur í hon­um á aldr­in­um 2-5 ára. Skól­inn er staðsett­ur í Helga­fells­hverfi en þegar nýja hús­næðið í Krika­hverfi verður tekið í notk­un næsta haust verður nem­end­un­um fjölgað í 200.

Að sögn Har­aldS Sverris­son­ar, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, er með skól­an­um verið að sam­tvinna leik­skóla­stigið og grunn­skól­ann ásamt því að aðlaga yngsta stig grunn­skól­ans að þörf­um nú­tíma­fjöl­skyldna. Börn upp í 4. bekk fái heils­dags­skóla líkt og tíðkist í leik­skól­um en tóm­stund­ir flétt­ist inn í skóla­dag­inn. Stefnt er að því að hægt verði að veita slíka þjón­ustu allt árið um kring fyr­ir öll börn­in.

Þrúður Hjelm, skóla­stjóri Krika­skóla, seg­ist finna fyr­ir mikl­um áhuga hjá for­eldr­um sem fagni því að loks sé í boði úrræði í skóla­mál­um yngri barna sem henti kröf­um nú­tímaþjóðfé­lags.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert