Skóli frábrugðinn öðrum

mbl.is/Valdís Thor

Nemendur hins nýstofnaða Krikaskóla tóku í gær skóflustungu að nýju húsnæði skólans með plastskóflum sínum. Skólinn er frábrugðinn öðrum að því leyti að í honum verður boðið upp á nám fyrir 1-9 ára gömul börn. Skólinn hefur nýhafið fyrsta starfsár sitt og eru nú 45 nemendur í honum á aldrinum 2-5 ára. Skólinn er staðsettur í Helgafellshverfi en þegar nýja húsnæðið í Krikahverfi verður tekið í notkun næsta haust verður nemendunum fjölgað í 200.

Að sögn HaraldS Sverrissonar, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, er með skólanum verið að samtvinna leikskólastigið og grunnskólann ásamt því að aðlaga yngsta stig grunnskólans að þörfum nútímafjölskyldna. Börn upp í 4. bekk fái heilsdagsskóla líkt og tíðkist í leikskólum en tómstundir fléttist inn í skóladaginn. Stefnt er að því að hægt verði að veita slíka þjónustu allt árið um kring fyrir öll börnin.

Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla, segist finna fyrir miklum áhuga hjá foreldrum sem fagni því að loks sé í boði úrræði í skólamálum yngri barna sem henti kröfum nútímaþjóðfélags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka