Skortur á gæðastjórnun í mannvirkjagerð veldur mistökum

Skort­ur á gæðastjórn­un í ís­lensk­um bygg­ing­ariðnaði veld­ur því að millj­arðar króna fara til spilll­is á hverju ári. Þetta er ein niðurstaða Guðjónu Bjark­ar Sig­urðardótt­ur, viðskipta­fræðings og verk­efna­stjóra hjá fram­kvæmda- og eigna­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, en hún lauk ný­lega masters­rit­gerð um gæðastjórn­un verk­taka í mann­virkja­gerð. Guðjóna reifaði efni rit­gerðar­inn­ar á morg­un­verðar­fundi Sam­taka iðnaðar­ins (SI), Viðskipta­blaðsins, Reykja­vík­ur­borg­ar og Há­skól­ans á Bif­röst í gær. Ásamt Guðjónu höfðu Fer­d­inand Han­sen, verk­efna­stjóri gæðastjórn­un­ar hjá SI, og Eyj­ólf­ur Bjarna­son, gæðastjóri Íslenskra aðal­verk­taka, fram­sögu.

Á fund­in­um kom fram að ekki hefði verið gerð sér­stök könn­un á því hvað mis­tök og gall­ar á fram­kvæmd­um í mann­virkja­gerð á Íslandi hefðu mik­inn kostnað í för með sér. Hins veg­ar hefði slík rann­sókn verið gerð í Dan­mörku árið 2005 og þar kom fram að tjón vegna þess­ara þátta væri um tíu pró­sent af heild­ar­veltu í geir­an­um. Íslensk­ur bygg­ing­ariðnaður velt­ir um 270 millj­örðum ár hvert og því má áætla að hér á landi fari um 27 millj­arðar í súg­inn.

Guðjóna seg­ir því aug­ljóst að gríðarleg­ur ávinn­ing­ur yrði af því að fyr­ir­tæki tækju upp og fylgdu gæðastjórn­un. „Menn í bygg­ing­ariðnaðinum vita af hug­tak­inu en taka það ekki al­var­lega. Ég tel mjög mik­il­vægt að hamra á því hversu gríðarleg­ur ávinn­ing­ur get­ur verið af því að vinna þessa vinnu á fag­leg­an hátt. Það er þörf á hug­ar­fars­breyt­ingu bæði hjá verk­tök­um og verk­kaup­end­um. Gæðastjórn­un er nauðsyn­leg. Hún þarf ekki að vera flók­in og á ekki að vera flók­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert