Sömdu um sátt hjá Strætó

mbl.is

Sátt hefur náðst í deilu Reynis Jónssonar, forstjóra Strætó bs., og Jóhannesar Gunnarssonar, fyrrverandi trúnaðarmanns hjá félaginu, en málið var komið fyrir dómstóla.

Í vor var Jóhannesi veitt áminning í starfi sem hann vildi að yrði gerð ógild fyrir héraðsdómi. Jóhannesi var síðan boðinn starfslokasamningur sem hann þáði ekki og var honum í kjölfarið sagt upp störfum. Ásakaði Jóhannes forstjórann um að hafa lagt sig í einelti.

Þótt málið hafi verið látið niður falla stendur áminningin og uppsögnin, segir Reynir. Hann vill ekki útskýra í hverju sáttin felst. „Þessu máli er lokið og það er ekkert meira um það að segja.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert