Staddur í Grímsey

Ferðamaðurinn lagði upp frá Landmannalaugum 19. september.
Ferðamaðurinn lagði upp frá Landmannalaugum 19. september. Árni Sæberg

Fransk­ur ferðalang­ur sem grennsl­ast var fyr­ir um á Lauga­veg­in­um í gær og í nótt reynd­ist vera í Gríms­ey, að sögn Ólaf­ar Snæhólm Bald­urs­dótt­ur upp­lýs­inga­full­trúa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. 

Franski ferðamaður­inn lagði upp úr Land­manna­laug­um 19. sept­em­ber og gisti þá nótt í Hrafntinnu­skeri. Síðan var ekki vitað um ferðir hans.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Hvols­velli og Hellu hófu eft­ir­grennsl­an í gær­kvöldi. Um 20 björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku þátt í þess­ari eft­ir­grennsl­an, farið var í mann­lausa skála og slóðar ekn­ir og gengn­ir. Eft­ir­grennsl­an hófst þegar ferðaáætl­un sem maður­inn skyldi eft­ir hjá skála­vörðum að Fjalla­baki stóðst ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert