Varað við stormi en lægir í nótt

Veðurstofan varar við stormi sem búast má við við norðausturströndina í kvöld. Spáð er austlæg átt 13-20 m/s og rigningu en hægara veðri og þurru norðantil í fyrstu. Snýst í norðvestan 13-20 m/s með skúrum síðdegis.

Búast má við hvössum vindhviðum við suðausturströndina undir kvöld og norðaustantil þegar líður á kvöldið, en dregur úr vindi um landið vestanvert. Lægir smám saman í nótt og í fyrramálið og léttir víða til. Stöku skúrir verða um landið vestanvert. Hiti 5 til 13 stig í dag, hlýjast norðaustantil, en hiti 4 til 10 stig á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert