SÞ ómissandi í alþjóðlega kerfinu

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York Reuters

Geir H. Haarde sagði í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að þótt SÞ væru langt frá því að vera fullkomnar væru þær ómissandi í alþjóðlega kerfinu. Hann tók fram að framboð Íslands til öryggisráðsins  hefði fullan stuðning hinna Norðurlandanna og hét því að næði Ísland kjöri, yrði unnið samkvæmt því fordæmi og sterku hefð sem Norðurlöndin hefðu sett með setu sinni í ráðinu. 

„Við sækjumst eftir þessu sæti sem lýðræðisríki sem á ekki í deilum við önnur ríki: ríki sem hefur í gegnum tíðina leyst deilur sínar með friðsömum hætti; ríki sem virðir mannréttindi; ríki sem hefur enga verulega geópólitíska hagsmuni og getur því nálgast málefni með ákveðinni hlutlægni. Hér reynir líka á hvort smærri ríki innan vébanda okkar, frá hvaða heimsluta sem er, fái tækifæri til að sitja í öryggisráðinu, og það er nokkuð sem styrkir lögmæti þess.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka