„Ég ætlaði að ræna helstu höfuðpaurunum í eineltinu og fara með þau í yfirgefinn kofa úti í óbyggðum og beita þau hræðilegum pyntingar aðferðum og halda þeim nær dauða en lífi í marga daga áður en ég loks dræpi þau… og mér fannst þau SAMT vera að sleppa mjög vel miðað við það sem þau gerðu mér. Eftir á ætlaði ég síðan að fremja sjálfsmorð.“
Þetta ritar ungur maður, sem varð fyrir einelti í skóla, en fjallað er ýtarlega um einelti í grein sem birt er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Fylltist hatri gegn gerendunum
Sjálfsmynd hans var lengi brotin, en eftir að hann leit aði sér hjálpar fór hann að byggja líf sitt upp að nýju. Á tímabili fylltist hann miklu hatri út í gerendurna í eineltinu.
„Eina niðurstaðan sem ég gat fundið þá var að þetta væru gjör samlega siðlausar, illar manneskjur sem væri best að fjarlægja af þessari jörð. Þannig væri ég að hjálpa bæði heiminum í dag, og í framtíðinni með því að koma í veg fyrir að þau gætu alið upp illa innrætt börn sem myndu leggja annað saklaust fólk í einelti. Og fyrir utan að hjálpa heiminum, þá myndi ég ná fram einhverju réttlæti fyrir að líf mitt og möguleikar voru eyðilögð strax í barnæsku. Þegar ég les um skólamorðingja og bakgrunn þeirra og les skilaboðin sem þeir skildu eftir sig til að út skýra það sem þeir gerðu þá sé ég óhugnanlega margt líkt með þeim og mér þegar mér leið hvað verst.“