Ætlaði að pynta þau og drepa

Einelti tekur á sig ýmsar myndir. Myndin er sviðsett
Einelti tekur á sig ýmsar myndir. Myndin er sviðsett Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég ætlaði að ræna helstu höfuðpaur­un­um í einelt­inu og fara með þau í yf­ir­gef­inn kofa úti í óbyggðum og beita þau hræðileg­um pynt­ing­ar aðferðum og halda þeim nær dauða en lífi í marga daga áður en ég loks dræpi þau… og mér fannst þau SAMT vera að sleppa mjög vel miðað við það sem þau gerðu mér. Eft­ir á ætlaði ég síðan að fremja sjálfs­morð.“

Þetta rit­ar ung­ur maður, sem varð fyr­ir einelti í skóla, en fjallað er ýt­ar­lega um einelti í grein sem birt er í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Fyllt­ist hatri gegn gerend­un­um

Sjálfs­mynd hans var lengi brot­in, en eft­ir að hann leit aði sér hjálp­ar fór hann að byggja líf sitt upp að nýju. Á tíma­bili fyllt­ist hann miklu hatri út í gerend­urna í einelt­inu.

„Eina niðurstaðan sem ég gat fundið þá var að þetta væru gjör sam­lega siðlaus­ar, ill­ar mann­eskj­ur sem væri best að fjar­lægja af þess­ari jörð. Þannig væri ég að hjálpa bæði heim­in­um í dag, og í framtíðinni með því að koma í veg fyr­ir að þau gætu alið upp illa inn­rætt börn sem myndu leggja annað sak­laust fólk í einelti. Og fyr­ir utan að hjálpa heim­in­um, þá myndi ég ná fram ein­hverju rétt­læti fyr­ir að líf mitt og mögu­leik­ar voru eyðilögð strax í barnæsku. Þegar ég les um skóla­morðingja og bak­grunn þeirra og les skila­boðin sem þeir skildu eft­ir sig til að út skýra það sem þeir gerðu þá sé ég óhugn­an­lega margt líkt með þeim og mér þegar mér leið hvað verst.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert