Mikið fjölmenni var í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gærkvöld en þar voru nokkrir gæðingar teknir til kostanna, bæði í sýningum og keppni. Hápunktur kvöldsins var skeiðkeppni þar sem riðið var í gegnum höllina. Þar reyndist hinn kunni knapi Sigurður Sigurðarson sigursæll sat hrossin tvö sem lentu í tveimur efstu sætunum í keppninni.
Þessi samkoma er orðið hefðbundin og er ávallt fjölsótt, enda ávallt fjöldi fólks kominn norður til að vera þáttakandi í stóðréttum. Laufskálarétt í Hjaltadal er ávallt síðasta laugardag í september og hún hefur stundum veri'ð kölluð ,,drottning stóðréttanna" a.m.k. sækir gríðarlegur mannfjöldi í réttina.