Fjölmenni hitaði upp fyrir Laufskálarétt

Stefán bóndi á Keldulandi skemmti sér vel í höllinni ásamt …
Stefán bóndi á Keldulandi skemmti sér vel í höllinni ásamt vinkonum sínum sem eru frá vinstri Inga B.Ólafsdóttir,Rósa María Stefánsdóttir og Kristbjörg Ingólfsdóttir. Örn Þórarinsson

Mikið fjöl­menni var í reiðhöll­inni Svaðastöðum  á Sauðár­króki í gær­kvöld en þar voru nokkr­ir gæðing­ar tekn­ir til kost­anna, bæði í sýn­ing­um og keppni. Hápunkt­ur kvölds­ins var skeiðkeppni þar sem riðið var í gegn­um höll­ina. Þar reynd­ist hinn kunni knapi  Sig­urður Sig­urðar­son sig­ur­sæll sat hross­in tvö sem lentu í tveim­ur efstu sæt­un­um í keppn­inni. 

Þessi sam­koma er orðið hefðbund­in og er ávallt fjöl­sótt, enda ávallt fjöldi fólks kom­inn norður til að vera þát­tak­andi í stóðrétt­um.   Lauf­skála­rétt í Hjalta­dal er ávallt síðasta laug­ar­dag í sept­em­ber og hún hef­ur stund­um ver­i'ð kölluð ,,drottn­ing stóðrétt­anna" a.m.k. sæk­ir gríðarleg­ur mann­fjöldi í rétt­ina.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert