Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta afhent

Hópmynd af forsetamerkishöfum með forsetanum í dag.
Hópmynd af forsetamerkishöfum með forsetanum í dag. Ljósmynd/Aðalsteinn Þorvaldsson

Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta var afhent við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju fyrr í dag. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti 26 skátum Forsetamerkið til vitnis um góðan árangur í vinnu að markmiðum og gildum skátastarfs og vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar.

Forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi og var þetta í 34. skiptið sem hann afhenti skátum Forsetamerkið. Í dag eru Forsetamerkishafar orðnir yfir 1.200 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka