Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn

Danska varðskipið Knud Rasmussen
Danska varðskipið Knud Rasmussen

Danska varðskipið Knud Rasmus­sen kom til Reykja­vík­ur í gær. Skipið er nýj­asta skip danska flot­ans og er sér­stak­lega ætlað til sigl­inga á haf­ís­slóðum. Varðskipið verður opið al­menn­ingi í dag, laug­ar­dag, milli kl. 13 og 16 þar sem það ligg­ur við bryggju á Miðbakka.

Skipið var nefnt eft­ir danska land­könnuðinum Knud Rasmus­sen (1879-1933). Skrokk­ur og yf­ir­bygg­ing skips­ins voru smíðuð í Póllandi en gengið var frá inn­rétt­ing­um og tækja­búnaði í Dan­mörku. Skipið er ætlað til eft­ir­lits- og björg­un­ar­starfa á haf­inu um­hverf­is Græn­land og sér­út­búið sem slíkt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert