Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn

Danska varðskipið Knud Rasmussen
Danska varðskipið Knud Rasmussen

Danska varðskipið Knud Rasmussen kom til Reykjavíkur í gær. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum. Varðskipið verður opið almenningi í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka.

Skipið var nefnt eftir danska landkönnuðinum Knud Rasmussen (1879-1933). Skrokkur og yfirbygging skipsins voru smíðuð í Póllandi en gengið var frá innréttingum og tækjabúnaði í Danmörku. Skipið er ætlað til eftirlits- og björgunarstarfa á hafinu umhverfis Grænland og sérútbúið sem slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka