Skuldin hækkar hraðar en eignin

Brynjar Gauti

„Í sjálfu sér kljúfum við þetta alveg en við gætum notað þessa peninga í annað,“ segir kona sem tók 21 milljónar lán ásamt eiginmanni sínum árið 2005. Það stendur nú í 28 milljónum.

„Eignin færi kannski á 30 milljónir ef hún væri seld í dag en með þessu áframhaldi er ekki langt í að lánið fari yfir það og hver er staðan þá? Það sem vekur spurningar hjá mér er að ef annað okkar félli frá mundi hitt ekki geta staðið undir afborgunum af þessum lánum,“ segir hún. „Þetta er mjög alvarlegt mál og maður hlýtur að kalla eftir aðgerðum. Mér er hulin ráðgáta af hverju þetta þarf að vera svona.“

Mánaðarlegar greiðslur af bíl sem hjónin hafa á rekstrarleigu hafa einnig hækkað í verðbólgunni. Til að byrja með greiddu þau 66 þúsund á mánuði en nú er upphæðin 104 þúsund. Þrátt fyrir breyttar forsendur geta þau ekki skilað bílnum fyrr en samningstímanum lýkur.

mbl.is/Árni Torfason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert