„Virðingarleysi fyrir málaflokknum“

„Ég er að reyna að halda þess­ari deild sam­an,“ seg­ir Helgi Magnús Gunn­ars­son, yf­ir­maður efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra [RLS]. Starfs­menn efna­hags­brota­deild­ar­inn­ar voru nítj­án þegar Helgi tók við embætt­inu. Flutt­ar voru tvær stöður yfir til grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar, einn fór í önn­ur verk­efni, ein­um lög­fræðingi deild­ar­inn­ar verður sagt upp frá og með ára­mót­um og staða Helga verður lögð niður á sama tíma, þegar ný lög um meðferð saka­mála taka gildi.

Mjög lík­lega munu ein­hverj­ir lög­fræðing­ar fær­ast yfir til embætt­is héraðssak­sókn­ara, enn hef­ur ekki verið ákveðið með hvaða hætti það verður.

Und­ir­mönnuð deild

„[Efna­hags­brota­deild] kem­ur eng­um mál­um óbrjáluðum frá sér nema ein­föld­ustu skattsvika­mál­um,“ sagði Sig­urður G. Guðjóns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður, í þætt­in­um Ísland í dag á Stöð 2 í vik­unni. Nefndi hann Baugs­málið og mál­verka­föls­un­ar­málið sem dæmi um lít­inn ár­ang­ur. Er þetta aðeins eitt ný­legt dæmi um þá gagn­rýni sem deild­in hef­ur sætt. „Ég held að þessi full­yrðing Sig­urðar sé sett fram í hálf­kær­ingi,“ seg­ir Helgi. „Hann nefn­ir tvö mál sem dæmi um lé­leg­an ár­ang­ur. Deild­in hef­ur á þeim tíu árum sem hún hef­ur starfað farið með um eða yfir 300 mál, fæst þeirra eru bund­in við ein­föld van­skil vörslu­skatta,“ seg­ir Helgi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert