Góðar hugmyndir verðlaunaðar

Nýsköpunarverðlaunin en gripurinn er hnífur og kökuspaði í senn.
Nýsköpunarverðlaunin en gripurinn er hnífur og kökuspaði í senn.

Verðlaunaafhending Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fer fram kl. 14 í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun veita verðlaun fyrir þær hugmyndir sem þóttu skara fram úr. Metþátttaka var í keppninni sem sögð er sú allra glæsilegasta frá upphafi.

Viðstödd verða m.a. um 50 börn sem tóku þátt í úrslitum keppninnar ásamt fjölskyldun sínum. Þá mætir fólk úr menntakerfinu og atvinnulífinu auk Sigurðs Kára Kristjánssonar alþingismanns sem verður staðgengill menntamálaráðherra.

Sigurvegari Nýsköpunarkeppninnar 1995, Atli Þór Fanndal, mun taka þátt í athöfninni og vera Ólafi Ragnari innan handar við að veita verðlaunin sem eru byggð á uppfinningu hans; kökuklemmunni. Atli Þór mun einnig segja frá áhrifum keppninnar á sig en að segir hana hafa breytt lífi sínu, gefið honum aukið sjálfstraust og forðað honum frá einelti á sínum yngri árum.

Sýning á hugmyndum barnanna verður opnuð í lokahófinu og mun vera til sýnis í 3 daga. Forseti Íslands ásamt einum yngsta þátttakanda keppninnar, Garðari Ingvarssyni, 10 ára, mun klippa á borðann og opna sýninguna. Hugmyndirnar eru samtals 46 talsins. Þar má m.a. finna regnvatnsvirkjun, reiðstígvél með pískhaldara, tónankeri, blysvörn, fatafrík, póstkassabjöllu, vatnsorkuverk o.fl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert