Verðlaunaafhending Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda fer fram kl. 14 í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun veita verðlaun fyrir þær hugmyndir sem þóttu skara fram úr. Metþátttaka var í keppninni sem sögð er sú allra glæsilegasta frá upphafi.
Viðstödd verða m.a. um 50 börn sem tóku þátt í úrslitum keppninnar ásamt fjölskyldun sínum. Þá mætir fólk úr menntakerfinu og atvinnulífinu auk Sigurðs Kára Kristjánssonar alþingismanns sem verður staðgengill menntamálaráðherra.
Sigurvegari Nýsköpunarkeppninnar 1995, Atli Þór Fanndal, mun taka þátt í athöfninni og vera Ólafi Ragnari innan handar við að veita verðlaunin sem eru byggð á uppfinningu hans; kökuklemmunni. Atli Þór mun einnig segja frá áhrifum keppninnar á sig en að segir hana hafa breytt lífi sínu, gefið honum aukið sjálfstraust og forðað honum frá einelti á sínum yngri árum.Sýning á hugmyndum barnanna verður opnuð í lokahófinu og mun vera til sýnis í 3 daga. Forseti Íslands ásamt einum yngsta þátttakanda keppninnar, Garðari Ingvarssyni, 10 ára, mun klippa á borðann og opna sýninguna. Hugmyndirnar eru samtals 46 talsins. Þar má m.a. finna regnvatnsvirkjun, reiðstígvél með pískhaldara, tónankeri, blysvörn, fatafrík, póstkassabjöllu, vatnsorkuverk o.fl.