Neita allir sök

Lögreglan handtók fjóra menn skömmu eftir áreksturinn.
Lögreglan handtók fjóra menn skömmu eftir áreksturinn. mbl.is/Júlíus

Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar á Akranesi grunaðir um að hafa ekið aftan á bifreið og stungið af. Að sögn lögreglu valt bifreiðin sem ekið var á, en ökumaðurinn - sem var einn í bílnum - slapp ómeiddur. Fjórmenningarnir, sem voru allir ölvaðir, vilja ekki kannast við að hafa valdið óhappinu.

Að sögn lögreglu varð áreksturinn laust eftir miðnætti á Akrafjallsvegi. Áreksturinn var mjög harður og eru báðir bílarnir mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. 

Fjórmenningarnir stungu af en náðust skömmu síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert