Prins þjófanna fremstur meðal jafningja

Eigandinn Guðný Vala Tryggvadóttir er ánægð með hvutta, sem var …
Eigandinn Guðný Vala Tryggvadóttir er ánægð með hvutta, sem var valinn besti hundur sýningarinnar í ar.

Alþjóðleg hunda­sýn­ing Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands, HRFÍ, var hald­in nú um helg­ina. 750 hund­ar af 86 teg­und­um voru skráðir til leiks auk 38 ungra sýn­enda. Besti hund­ur sýn­ing­ar­inn­ar var st. bern­h­arðsrakk­inn Ber­negår­d­en´s Prince Of Thieves. Eig­andi hans er Guðný Vala Tryggva­dótt­ir.

Besti öld­ung­ur sýn­ing­ar var Tíbrá­ar Tinda-Tam­ino, sem er tíbet­skur spaniel í eigu Sig­ur­geirs Jóns­son­ar og Auðar Val­geirs­dótt­ur.

Besti hvolp­ur dags­ins í yngri flokki á laug­ar­degi var labra­dor retriever, Stekkj­ar­dals Cariad for the One, sem er í eigu Gunn­ars Arn­ar Rún­ars­son­ar. Í eldri flokki varð Rökk­ur Red Topaz hlut­skarp­ast­ur. Hann er af teg­und­inni miniat­ure pinscher og er í eigu Guðjóns Ármanns Hall­dórs­son­ar.

Á sunnu­degi sigraði shih tzu rakk­inn Gull­roða Gratt­on yngri hvolpa­flokk en eig­andi hans er Stella Braga­dótt­ir. Besti hvolp­ur í eldri flokki var hins veg­ar tík­in Hala­stjörnu Bryn­fríður Boru­bratta hlut­skörp­ust, griffon brux­ellois í eigu Brynju Tomer.

Þar sem sýn­ing­in var síðasta sýn­ing HRFÍ á ár­inu var stiga­hæsti hund­ur verðlaunaður. Sá hund­ur sem hlaut flest stig þetta árið var st. bern­h­arðshund­ur­inn sem var val­inn besti hund­ur sýn­ing­ar­inn­ar  en stiga­hæsti öld­ung­ur­inn var jap­ansk­ur chin, alþjóðlegi og ís­lenski meist­ar­inn Homer­brent Kokuo. Hann er í eigu Guðríðar Vest­ars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka