Skapandi grunnskólanemar verðlaunaðir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði sýninguna og afhenti verðlaunin …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði sýninguna og afhenti verðlaunin í dag. mbl.is/Eggert

Forseti Íslands afhenti í dag verðlaun fyrir þær hugmyndir sem þóttu skara fram úr í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, en lokahóf keppninnar fór fram í dag. Metþátttaka var á meðal nemenda og fjölda skóla. Um 50 börn tóku þátt í úrslitum keppninnar.

Sigurvegari í almennum flokki var Eygló Lilja Haraldsdóttir sem er í Digranesskóla. Uppfinning hennar heiti Tónankeri.

Sigurvegari í flokknum orka og umhverfi var Lovísa Hrund Svavarsdóttir sem er í Grundaskóla. Heiti uppfinningar hennar er Vatnsverk.

Í flokki slysavarna var Rakel Björk Björnsdóttir, sem er í Hofsstaðaskóla, hlutskörpust. Uppfinning hennar heitir Rafkubbur.

Sigurvegari í flokknum tölvuleikir og hugbúnaður er Unnur Björnsdóttir, sem er í Hvaleyrarskóla. Uppfinning hennar heitir Barnið týnt.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir alla aldurshópa grunnskólans. Keppnin fer fram allan ársins hring. Markmið keppninnar er að virkja sköpunarkraft barna  og unglinga í landinu.

Farandbikarinn fór í ár til Þjórsárskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í skólanum er 56 nemendur en 61 umsókn barst, þar sem Farandbikarinn fer til þess skóla sem hlutfallslega miðað við fjölda sendir inn flestar umsóknir var ekki spurning um það hver er sigurvegarinn í ár. Í öðru sæti var Stóru - Vogaskóli í Vogunum og í þriðja sæti var Hofsstaðaskóli í Garðabæ. 


Sú nýjung er í ár að fyrrum þátttakandi í NKG er leitaður uppi og með hans leyfi er hugmynd hans gerð að formlegum verðlaunagrip Atli Þór Fanndal tók þátt í NKG árið 1997 þegar hann var nemandi í Foldaskóla. Hann hannaði kökuspaða fyrir rúllutertur, lausnin snérist um ákveðna klemmu sem kemur í veg fyrir að rúllutertan fari í sundur þegar hún er færð á diskinn. Í ár gáfu eftirtalin fyrirtæki efni og vinnu sína við framleiðslu gripsins: Geislatækni og Rafpólering.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert