Stóryrði og hrakspár Jóhanns „óvenjulegar“

Haraldur Johannessen
Haraldur Johannessen Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jó­hann R. Bene­dikts­son, frá­far­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, er harðorður í garð Har­alds Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóra. Har­ald­ur hef­ur í kjöl­farið gefið út eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu.

„Jó­hann R. Bene­dikts­son lög­reglu­stjóri læt­ur af embætti 1. októ­ber nk. Óvenju­legt er að lög­reglu­for­ingi kveðji sam­starfs­menn sína til margra ára með stór­yrðum og hrak­spám eða líki lög­reglu­starfi við sand­kassa­leik.

Inn­an raða lög­regl­unn­ar hef­ur síðastliðin ár verið rætt um stefn­ur og strauma í lög­gæslu­mál­um að hvatn­ingu Björns Bjarna­son­ar dóms­málaráðherra. Skipu­lags­breyt­ing­ar hafa reynt á hæfni og getu yf­ir­manna og hafa þeir sýnt festu og áræðni til að ná sett­um mark­miðum. Um þetta hef­ur verið samstaða meðal allra lög­reglu­stjóra. Einn úr hópn­um kýs nú að fara aðra leið. Það er hans val.

Ég óska Jó­hanni R. Bene­dikts­syni velfarnaðar á nýj­um vett­vangi, þótt kveðja hans til okk­ar, sem vilj­um metnað lög­reglu sem mest­an, sé ekki lög­reglu­stjóra sam­boðin.

Har­ald­ur Johann­essen

rík­is­lög­reglu­stjóri“

Jóhann R. Benediktsson.
Jó­hann R. Bene­dikts­son. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert