Þjóðverjar sækja í galdur

Bolli með galdrarún
Bolli með galdrarún

Útlendingar eru orðnir meirihluti gesta Galdrasafnsins á Hólmavík. Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, segir ástæðuna ekki þá að íslenskum gestum sé að fækka heldur sé útlendingum að fjölga.

Þjóðverjar sýna Galdrasafninu á Hólmavík mikinn áhuga og eru þeir langfjölmennasti hópur gesta safnsins. Sigurður segir að Þjóðverjar séu sínir uppáhaldsgestir. „Það er áberandi hvað þeir eru vel undirbúnir þegar þeir koma á safnið. Þeir eru vellesnir, áhugasamir og spyrja skynsamlegra spurninga,“ segir Sigurður og bætir við að Þjóðverjar hafi alltaf sýnt Vestfjörðum sérstakan áhuga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert