Það hefur ekki verið rætt neitt um uppsagnir eða breytingar á högum starfsmanna," segir Anna Karen Hauksdóttir trúnaðarmaður starfsmanna hjá Glitni. Hún segir að með því að ríkisvaldið eignist 75% í bankanum, sé verið að styrkja stöðu bankans og rekstur hans. „Að því leyti til er því ekki mikill órói meðal starfsmanna."
Lárus Welding forstjóri Glitnis hélt kynningarfund með starfsfólki bankans í dag og segir Anna Karen að upplýsingar um málið hafi verið mjög aðgengilegar starfsfólki.