Fá ekki nemakort

Nemakort Strætó bs. eru vinsæl.
Nemakort Strætó bs. eru vinsæl. mbl.is

Erlendir nemar verða að eiga lögheimili í sveitarfélögum sem standa að Strætó bs. til að eiga rétt á nemakortinu. Ekki er nægilegt að hafa tímabundið aðsetur á Íslandi skv. reglum Strætó um nemakortin.

Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Álftanes.

Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að áður hafi verið talið að erlendir nemar sem væru skráðir á svokallaða utangarðsskrá ættu lögheimili á Íslandi og gætu því sótt um nemakortið. „Þetta reyndist rangt því á utangarðsskrá eru einungis útlendingar sem skráðir eru tímabundið með aðsetur á Íslandi án þess að þeir flytji lögheimili sitt til landsins. Reglur Strætó bs. um nemakortin eru skýrar: Einungis þeir nemar sem eiga lögheimili í áðurnefndum sveitarfélögum geta sótt um nemakort. Því hefur verið lokað fyrir umsóknir erlendra nema sem skráðir eru á utangarðsskrá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert