„Erfiður dagur fyrir blaðamannafundi“

Blaðamenn verða ekki á þaki Þjóðleikhússins í dag eins og …
Blaðamenn verða ekki á þaki Þjóðleikhússins í dag eins og til stóð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Krabba­meins­fé­lagið og Þjóðleik­húsið hafa bæði frestað blaðamanna­fund­um sem boðaðir voru í dag. Ástæðan er hin stóru tíðindi morg­uns­ins úr fjár­mála­heim­in­um. Talið er að þau muni skyggja á alla aðra um­fjöll­un dags­ins.

Þjóðleik­húsið hafði boðað blaðamenn til fund­ar á þaki Þjóðleik­húss­ins kl. 13.00 þar sem kynna átti svo­nefnt Þjóðleik­s­verk­efni. Fund­in­um hef­ur verið frestað um viku. Kristrún Heiða Hauks­dótt­ir kynn­ing­ar­stjóri leik­húss­ins sagði að fund­in­um hafi verið frestað vegna stórtíðinda dags­ins. „Við lít­um svo á að þetta sé erfiður dag­ur fyr­ir blaðamanna­fundi,“ sagði Kristrún og taldi að tíðindi úr leik­hús­inu hefðu lík­lega drukknað í fjár­mála­frétt­un­um.

Krabba­meins­fé­lagið ætlaði að kynna ár­vekni- og söfn­un­ar­átak gegn brjóstakrabba­meini kl. 11.00 í dag. At­hygli ehf. sendi út til­kynn­ingu um að fund­in­um væri frestað um einn dag. Þar á bæ feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að fund­in­um hafi verið frestað fegna þess hve mikið væri í frétt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka