Framkvæmdir á vegum Byggingafélags námsmanna við Einholt hafa tafist þannig að götulýsing var ekki virk um skeið. Nú er unnið að bráðabirgðalausn og er vonast til að lýsing verði komin við götuna annað kvöld. Götulýsing er í eigu Reykjavíkurborgar og rekin af Orkuveitu Reykjavíkur.
OR barst beiðni frá Reykjavíkurborg um uppsetningu bráðabirgðalýsingar fyrir helgina. Vinnuflokkar Orkuveitu Reykjavíkur hófu uppsetningu hennar í morgun og gangi verkið að óskum verður komin lýsing við götuna annað kvöld.
Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur munu fara sameiginlega yfir ástæður þess að götulýsingar naut ekki við svo lengi með það fyrir augum að slíkt endurtaki sig ekki.