Hvetja þingið til dáða

00:00
00:00

Banda­rísku for­setafram­bjóðend­urn­ir hvöttu í kvöld báðir þing­menn til að hefja þegar vinnu við að end­ur­skoða frum­varp um björg­un­ar­áætl­un fyr­ir banda­ríska fjár­mála­kerfið en þing­menn í full­trúa­deild þings­ins felldu frum­varpið í at­kvæðagreiðslu síðdeg­is.

„Ég hvet þingið til að snúa sér nú þegar að því að taka á þessu hættu­ástandi og setj­ast að nýju við teikni­borðið," sagði John McCain, fram­bjóðandi re­públi­kana, í sjón­varps­ávarpi.  „Nú á ekki að leita að söku­dólg­um held­ur leita að lausn­um." 

Barack Obama, fram­bjóðandi demó­krata, sagði að þrátt fyr­ir niður­stöðuna í full­trúa­deild­inni væri enn hægt að ná sam­komu­lagi um björg­un­ar­áætl­un­ina. Hvatti hann báða flokka til að vinna að sam­komu­lagi um nýtt frum­varp. 

McCain studdi frum­varpið, sem gerði ráð fyr­ir því að allt að 700 millj­örðum dala yrði varið til að kaupa verðlaus skulda­bréf af fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.  Flokks­bræður hans, sem marg­ir voru and­víg­ir frum­varp­inu, og hóp­ur demó­krata, greiddu hins veg­ar at­kvæði gegn því. 

„Ég vonaði að björg­un­ar­áætl­un­in myndi fá nægi­lega mörg atvæði vegna þess að það er nauðsyn­legt fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar og fyr­ir­tæk­in og alla vinn­andi Banda­ríkja­menn að það tak­ist að leysa þetta vanda­mál."

Fram­boð McCains sagði í kvöld, að Obama hefði grafið und­an frum­varp­inu og reynt hvað hann gat til að hindra til­raun­ir McCains til að ná fram niður­stöðu sem báðir flokk­ar gætu sætt sig við.  Obama gerði hins veg­ar lítið úr full­yrðing­um McCains um að hann hefði reynt að vinna að sam­komu­lagi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert