Kristinn undrast ákvörðun formannsins

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Þorkell

Krist­inn H. Gunn­ars­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, seg­ir að til­laga for­manns flokks­ins um nýj­an þing­flokks­formann komi veru­lega á óvart og hann hafi ekki samþykkt að verða vara­formaður þing­flokks­ins.

Krist­inn seg­ir að hót­an­ir, of­beldi og róg­ur bíti á for­mann­inn þannig að hann breyti fyrri ákvörðun sinni til þess að gera Jóni Magnús­syni til geðs. Fyr­ir nokkr­um vik­um hafi hann til­kynnt þing­flokkn­um að hann myndi ekki gera til­lög­ur um breyt­ing­ar á stjórn þing­flokks­ins.

„Þetta er í mik­illi and­stöðu við mig,“ seg­ir Krist­inn og bæt­ir við að önn­ur viðbrögð sín komi fljót­lega í ljós. Ákvörðunin komi veru­lega á óvart í ljósi þess sem formaður­inn hafi áður sagt við sig og aðra þing­menn flokks­ins.

„Hann vel­ur sem formann þing­flokks­ins mann sem hef­ur líst van­trausti á alla starfs­menn flokks­ins,“ held­ur Krist­inn áfram og bæt­ir við að síðast í há­deg­inu í dag hafi Jón í pistli á Útvarpi Sögu gert kröfu um að einn starfsmaður flokks­ins yrði rek­inn.  „Hann hef­ur gert kröfu til þess að tveir yrðu rekn­ir og líst van­trausti á fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Ég sé ekki hvernig starfs­menn flokks­ins eigi að geta unnið með þess­um ágæta þing­manni.“

En þú ert áfram í flokkn­um? „Já, ég hef ekki breytt því ennþá,“ svar­ar Krist­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert