Óánægja meðal starfsfólks Glitnis

Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum bankans …
Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum bankans í morgun. mbl.is/Golli

Nokkurrar óánægju gætti meðal starfsfólks Glitnis í morgun með þær upplýsingar sem því voru veittar á fundi með stjórnendum bankans eftir að tilkynnt var um þjóðnýtingu hans. Þótti starfsfólkinu lítið bitastætt koma fram á fundinum.

Þegar starfsfólkið mætti til vinnu klukkan níu í morgun hafði fréttin um væntanlega tilkynningu um þjóðnýtingu þegar kvisast út. Starfsfólkið fékk boð um að bíða eftir fundi með stjórnendum, og á þeim fundi var tilkynnt að rekstur bankans væri tryggur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert