Óttast keðjuverkun

Björgunaraðgerð Seðlabankans fyrir Glitni er hlutfallslega stærri aðgerð en aðgerðir Bandaríska Seðlabankans til varnar fjármálalerfi landsins. 84 milljarðar eru um sex prósent af þjóðarframleiðslu.Vilhjálmur Bjarnason formaður félags fjárfesta segir þúsundir manna tapa á þessu en við því sé ekkert að segja.

Stærstu hluthafar í Glitni hafa samþykkt þessa tilhögun en hluthafafundur verður fljótlega. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest stöðu bankans þannig að fyrst og fremst er um lausafjárþurrð að ræða. Stoðir eiga þrjátíu og þrjú prósent í Glitni. Vilhjálmur Bjarnason segir að tjón þeirra sé mest og kunni að leiða af sér keðjuverkun. Aðrir smærri hluthafar verði bara að bíta á jaxlinn. Greint var frá því í morgun að Stoðir, stærsti hluthafinn í Glitni, hefði farið fram á greiðslustöðvun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert