Óttast keðjuverkun

00:00
00:00

Björg­un­araðgerð Seðlabank­ans fyr­ir Glitni er hlut­falls­lega stærri aðgerð en aðgerðir Banda­ríska Seðlabank­ans til varn­ar fjár­málal­erfi lands­ins. 84 millj­arðar eru um sex pró­sent af þjóðarfram­leiðslu.Vil­hjálm­ur Bjarna­son formaður fé­lags fjár­festa seg­ir þúsund­ir manna tapa á þessu en við því sé ekk­ert að segja.

Stærstu hlut­haf­ar í Glitni hafa samþykkt þessa til­hög­un en hlut­hafa­fund­ur verður fljót­lega. Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur staðfest stöðu bank­ans þannig að fyrst og fremst er um lausa­fjárþurrð að ræða. Stoðir eiga þrjá­tíu og þrjú pró­sent í Glitni. Vil­hjálm­ur Bjarna­son seg­ir að tjón þeirra sé mest og kunni að leiða af sér keðju­verk­un. Aðrir smærri hlut­haf­ar verði bara að bíta á jaxl­inn. Greint var frá því í morg­un að Stoðir, stærsti hlut­haf­inn í Glitni, hefði farið fram á greiðslu­stöðvun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert