Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson. mbl.is/Ásdís

Guðjón A. Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, seg­ir lítið annað hafi verið hægt fyr­ir ríkið en að ganga í málið og bjarga því sem bjargað verður.

„Hins veg­ar verð ég að segja al­veg eins og er, að ég hef full­an fyr­ir­vara á því að sömu for­ystu­menn stjórni þess­um banka þegar ríkið er orðið eig­andi hans, og hvað þá að þar verði áfram­hald­andi sams­kon­ar of­ur­launa­stefna og verið hef­ur í banka­geir­an­um. Ég hefði viljað sjá nýja menn við stjórn bank­ans, ég get ekki séð að mönn­um hafi tek­ist að stýra banka­kerf­inu eins og gera átti, af fullri ábyrgð. Við erum búin að horfa á menn velta sér upp úr tug­um millj­óna og alls kon­ar samn­ing­um. Ætlar ríkið virki­lega að fara á und­an í því að ráða menn á ein­hverj­um of­ur­laun­um? Er það launa­stefn­an? Ég vona að svo sé ekki," seg­ir Guðjón.

Hann tel­ur þá leið sem ríkið fór hafa verið skárri kost en þann að lána Glitni við nú­ver­andi aðstæður. Nú sé frek­ar von á að banka­kerf­inu verði veitt betra aðhald og eft­ir­lit, ekki hafi verið vanþörf á. Lán­veit­ing­ar hafi verið óhóf­leg­ar á þenslu­tím­um, t.d. til bygg­inga­fram­kvæmda sem nú lýsi sér í of­fram­boði á íbúðamarkaðnum. Mörg­um spurn­ing­um sé ósvarað.

„Ég vona að þess­ar aðgerðir dugi til þess að ríkið þurfi ekki að vera með frek­ari inn­grip. Ég vona að sam­trygg­ing bank­anna í lána­fyr­ir­greiðslu sé ekki með þeim hætti að það séu fleiri á sama stað. Menn hafa sagt fram á síðustu stundu að allt sé í lagi, eins og for­ystu­menn Glitn­is. Upp­lýs­inga­gjöf­in er ekki áreiðan­legri en þetta og því get­ur maður ekki full­yrt um að fleira sé í far­vatn­inu. Von­andi hef­ur okk­ur tek­ist að lág­marka skaðann, þannig að ríkið og þjóðin eiga von á að fá fjár­mun­ina til baka," seg­ir Guðjón, og tel­ur að nú þurfi að hagræða enn frek­ar á banka­markaði, ekki aðeins að fækka bönk­um held­ur ekki síður að taka á of­ur­laun­un­um, Ekki sé alltaf hægt að hag­fræða við skrif­stofu­borðið hjá gjald­ker­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert