Þingflokkur Sjálfstæðisflokk styður aðgerðirnar fullkomlega

Arnbjörg Sveinsdóttir.
Arnbjörg Sveinsdóttir.

„Það er fullur skilningur á þessum aðgerðum," segir Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins um afstöðu þingflokksins sem ræddi á fundi sínum nú síðdegis málefni Glitnis og björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar.

„Forsætisráðherra skýrði málið fyrir okkur með greinargóðum hætti og þingmenn styðja þessar aðgerðir fullkomlega, eins og þær hafa verið lagðar upp. Þeir telja að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra, vegna þess að bankinn hafði frumkvæði að því að leita til Seðlabankans og ríkisstjórnar,“ segir Arnbjörg.

„Það hefur verið leitað eftir því við forstjóra bankans að hann haldi áfram störfum og það er reiknað með að formaður stjórnar bankans verði áfram. Ríkið ætlar ekki að fara að grípa inn í reksturinn í á bankanum því hann hefur verið mjög sterkur. Það eru einungis þær sérstöku aðstæður, sem í raun eru innfluttar, sem gera það að verkum að það þurfti að hjálpa til við þetta núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert