Óheimilt að leggja á gangstétt

Stöðvunarbrot í miðborginni.
Stöðvunarbrot í miðborginni. Lögreglan

Lög­reglu­menn við eft­ir­lit í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík í gær­kvöldi töldu tæp­lega 40 bíla sem lagt var uppi á gang­stétt­um við fá­ein­ar göt­ur. Eiga umráðamenn bíl­anna all­ir sekt­ir yfir höfði sér. Lög­regl­an seg­ir mikið um að bíl­um sé lagt ólög­lega. Í miðborg­inni beri á því að öku­menn flutn­inga­bíla virði ekki regl­ur um vöru­af­greiðslu á svæðinu.

„Um þetta hef­ur verið fjallað sér­stak­lega á lög­reglu­vefn­um og er greini­lega full ástæða til,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni. „Í ljósi þessa er ekki úr vegi að rifja upp um­ferðarlög­in en í þeim seg­ir m.a. að lagn­ing eða stöðvun öku­tæk­is á gang­stétt sé óheim­il. Lög­reglu ber­ast marg­ar kvart­an­ir vegna þessa enda eiga gang­andi veg­far­end­ur oft erfitt með að kom­ast leiðar sinn­ar af áður­nefnd­um sök­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert