54 vilja stýra Landsvirkjun

Alls höfðu borist 54 umsóknir um starf forstjóra Landsvirkjunar í gær. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar stjórnarformanns eru mjög hæfir umsækjendur meðal þeirra sem hann hefur séð á listanum.

Farið verður yfir umsóknirnar næstu daga og segir Ingimundur að unnið verði hratt og örugglega. Friðrik Sophusson, fráfarandi forstjóri, hefur óskað eftir lausn frá störfum. „Starfslokin hafa ekki verið ákveðin endanlega en þau verða í samkomulagi við hann og þann sem tekur við,“ segir Ingimundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert